Júlíus Flosason (Eyjólfur Garðarsson)
Leikstjórnandinn, Júlíus Flosason sem hefur verið lánaður í Fjölni í Grill66-deildinni frá HK. Júlíus lék sinn fyrsta leik með Fjölni í Grill66-deildinni gegn Hvíta Riddaranum á föstudagskvöldið og skoraði þar þrjú mörk í tveggja marka sigri 31-29. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis í Grill66-deildinni í vetur. Júlíus sagði fyrir stuttu að vegna anna í vinnu hjá slökkviliðinu hafði hann ekki séð fyrir sér að geta spilað með HK í Olís-deildinni í vetur en hann var í hlutverki með liðinu í fyrra. Hann hóf tímabilið með HK 2 í Grill66-deildinni en hefur nú fært sig yfir í Grafarvoginn. Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins á mánudagskvöldið klukkan 20:15.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.