Ævar Smári glímir við nárameiðsli
Raggi Óla)

Ævar Smári Gunnarsson (Raggi Óla)

Ævar Smári Gunnarsson hægri skytta Aftureldingar var ekki með liðinu í sigrinum gegn Fram í 5.umferð Olís-deildarinnar í síðustu viku.

Ævar Smári sagði í samtali við Handkastið að ástæðan væri einföld. Hann væri að glíma við tognun í nára.

,,Þetta er allt í fínu ferli og það styttist í að ég komi aftur til baka,” sagði Ævar Smári í samtali við Handkastið.

Afturelding mætir ÍBV í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í kvöld klukkan 18:00 í Mosfellsbænum. 

,,Ég stefni á að vera með í leiknum gegn Val á fimmtudaginn en mögulega þarf þetta lengri tíma,” sagði Ævar Smári sem hefur spilað vel það sem af er tímabili í hægri skyttunni hjá toppliði Aftureldingar sem eru með fullt hús stiga í deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top