Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram)
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur skrifað undir samning við Íslands- og bikarmeistara Fram og gengur til liðs við Fram frá Sandefjord í Noregi. ,,Já sögurnar eru sannar, okkar allra besti Gauti hefur fengið sig lausan frá útlegðinni í Noregi og er búinn að kvitta undir nýjan samning við Fram," segir í tilkynningunni frá Fram. ,,Þið munið kannski eftir því þegar hann skoraði sigurmarkið í leik 3 um Íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum mánuðum og tryggði okkur þar með Íslandsmeistaratitilinn? Við munum eftir því. Við erum í skýjunum með að fá okkar mann heim og bjóðum þig, Þorsteinn Gauti, hjartanlega velkominn tilbaka." Þorsteinn spilaði þó sex af átta leikjum Sandefjord á þessu tímabili og skoraði ellefu mörk en hefur ekki leikið síðustu tvo leiki liðsins. Handkastið greindi frá því fyrst allra miðla að Þorsteinn Gauti væri á heimleið frá Noregi. Fram mætir Grill66-deildar liði Víkings í kvöld í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.