Leikmaður sem Fram hefur sárlega vantað
(Kristinn Steinn Traustason)

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Íslands- og bikarmeistarar tilkynntu í morgun að Þorsteinn Gauti Hjálmarsson væri genginn í raðir félagsins á nýjan leik eftir stutta dvöl í Noregi hjá Sandefjord. Handkastið greindi frá því fyrst allra miðla seint á laugardagskvöldið að Þorsteinn væri kominn heim og væri að ganga í raðir Fram.

Handkastið var í miðjum upptökum þegar Framarar tilkynntu tíðindin og var Ásgeir Jónsson gestur Handkastsins spurður út í þessar fréttir.

,,Það er leiðinlegt í fyrsta lagi að frétta að þessi för hans í Noregi hafi ekki gengið almennilega upp. Fyrir Framara er þetta risa fréttir enda vita allir hvaða gæði búa í Þorsteini Gauta. Hann er klárlega leikmaður sem þeim hefur sárlega vantað sérstaklega sóknarlega," sagði Ásgeir Jónsson og hélt áfram.

,,Þetta eru risa fréttir fyrir Íslands- og bikarmeistarana en maður hefði viljað sjá hann setja mark sitt meira á hlutina úti áður en hann kom til baka."

,,Það hlýtur að hafa verið þannig að hlutirnir voru ekki að fúnkera úti og hann hefur fengið þau skilaboð að hann væri ekki í myndinni," sagði Ásgeir sem tók það hinsvegar fram að hann vissi ekki forsöguna og gæti þvi lítið tjáð sig um ástæðuna fyrir heimkomunni.

,,Það er samt bara jákvætt að hann komist beint heim í Fram og fái leikheimild strax í stað þess að vera læstur úti í Noregi til áramóta. Ef þetta var ekki að ganga upp þá vona ég svo sannarlega að hann fái græna ljósið hér heima.”

Fram mætir Víking í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í Safamýrinni í kvöld. Liðið tekur síðan á móti KA í 6.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi föstudagskvöld.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top