Magnús Óli Magnússon (Baldur Þorgilsson)
Óvissa ríkir um þátttöku Magnúsar Óla Magnússonar leikmann Vals fyrir stórleik kvöldsins í Powerade-bikarnum þegar Valur heimsækir Hauka í 16-liða úrslitum bikarsins. Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV 2 en sex leikir fara fram í Powerade-bikarnum í kvöld. Magnús Óli var ekki í leikmannahópi Vals í síðustu viku þegar liðið tapaði með tíu mörkum gegn Haukum í 5.umferð Olís-deildarinnar 37-27. Ágúst Jóhannsson var spurður að því í viðtali eftir leik leikinn á Ásvöllum hvort hann gerði ráð fyrir Magnúsi í leiknum í kvöld. Þar sagði Ágúst að það þyrfti bara að koma í ljós og hann vissi það ekki á þeim tímapunkti.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.