Afturelding tryggðu sér miða ú 8-liða úrslit bikarkeppninnar í kvöld. (Raggi Óla)
Afturelding og ÍBV mættust í Olísdeildarslag í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur og höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik og voru ÍBV með fjögurra marka forskot í hálfleik 8-12. Í stöðunni 14-18 tóku Mosfellingar hins vegar við sér og jöfnuðu leikinn með 4-0 kafla og staðan 18-18 þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Jafnræði var svo með liðunum næstu mínúturnar þangað til Afturelding sleit sig frá gestunum og unnu að lokum 27-22 sigur. Handkastið ræddi við Stefán Árnason, þjálfara Aftureldingar eftir leikinn en viðtalið við hann má sjá hér: Ihor Kopyshynskyi var markahæstur í liði Aftureldingar með 6 mörk og Andri Erlingsson var markahæstur hjá ÍBV með 6 mörk.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.