Jóel Bernburg (Sævar Jónasson)
Fjölnismenn fengu Stjörnuna í heimsókn í kvöld í Egilshöll í 16 liða úrslitum Powerade bikarsins. Þrátt fyrir að Stjörnumenn séu að glíma við þónokkur meiðsli þá bjuggust líklega flestir við því að Stjarnan færi með sigur af hólmi. Annað kom á daginn. Frá byrjun leiks höfðu Fjölnismenn yfirhöndina. Í fyrri hálfleik var staðan 20-15 fyrir Fjölni. Stjörnumenn náðu mest að minnka niður í 2 mörk en nær komust þeir ekki. Lokatölur 38-35. Aðalsteinn Aðalsteinsson var markahæstur með 9 mörk hjá Fjölni. Hornamaðurinn Viktor Berg Grétarsson skoraði 7. Hjá Stjörnunni var Starri Friðriksson bestur með 11 mörk. Þessi úrslit afar óvænt eins og áður segir en að sama skapi ótrúlega sterkur sigur hjá Fjölnismönnum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.