FH komust áfram eftir 6 marka sigur á Gróttu
Sævar Jónasson)

Ómar Darri skoraði 9 mörk fyrir FH í kvöld (Eyjólfur Garðarsson)

FH og Grótta mættust á Seltjarnarnesi í 16-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í kvöld. Fyrirfram var FH sigurstranglegra liðið enda spilar Gróttuliðið í Grill 66 deildinni. FH-ingar áttu hinsvegar erfitt með að hrista sprækt Gróttuliðið af sér í kvöld en unnu að lokum 35-29 sigur í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi.

Ómar Darri Sigurgeirsson var markahæstur í liði FH með 9 mörk og Bessi Teitsson var markahæstur hjá Gróttu með 8 mörk. Daníel Freyr Andrésson reyndist Gróttumönnum erfiður en hann var með 21 bolta varða eða um 42% hlutfallsmarkvörslu

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top