Ágúst Guðmundsson og félagar eru komnir í 8-liða úrslit (Sævar Jónasson)
HK og Selfoss mættust í 16-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í kvöld. Selfyssingar hafa farið gríðarlega vel af stað á tímabilinu og komið mörgum á óvart með frábærum frammistöðum. HK liðið er á fljúgandi ferð og hafa nú unnið tvo leiki í röð en þeir unnu frækinn sigur á FH í síðustu umferð Olísdeildarinnar. HK hafði frumkvæðið allan leikinn og Róbert Örn Karlsson reyndist liðinu dýrmætur í kvöld með 50% markvörslu. Haukur Ingi Hauksson var markahæstur HK-inga með 8 mörk og Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.