Jökull Blöndal (Egill Bjarni Friðjónsson)
ÍR er komið í 8-liða úrslit Powerade-bikars karla eftir þetta svakalegt sigurmark frá Jökli Blöndal Björnssyni gegn Þór í gær. ÍR vann leikinn með marki frá Jökli rétt áður en leiktíminn rann út, 33-32. Um var að ræða fyrsta sigur ÍR á tímabilinu en liðið er með eitt stig að loknum fimm fyrstu umferðunum í Olís-deildinni. ÍR og KA eru þau lið sem hafa nú þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum en KA vann ÍBV 2 í Vestmannaeyjum í gær. Sex leikir fara fram í 16-liða úrslitunum í kvöld. Tveir leikir verða sýndir á RÚV 2. Afturelding og ÍBV mætast í Mosfellsbænum klukkan 18:00 og klukkan 20:00 mætast Haukar og Valur á Ásvöllum. Sigurmark Jökuls má sjá hér að neðan. Leikir kvöldsins: 18:00 Afturelding - ÍBV
18:30 Víkingur - Fram
19:30 Grótta - FH
19:30 HK - Selfoss
19:00 Haukar - Valur
20:15 Fjölnir - Stjarnan

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.