Gefur þeim helling að finna smá snefil af sigri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jökull Blöndal (Egill Bjarni Friðjónsson)

ÍR vann Þór í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins á sunnudaginn með eins marks mun 33-32 með marki frá Jökli Blöndal á lokasekúndum leiksins.

ÍR er enn í leit af sínum fyrsta sigri í Olís-deildinni eftir fimm umferðir. Í nýjasta þætti Handkastsins var sigur ÍR gegn Þór ræddur.

Þar spurði Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins hvort þessi sigur gæti ekki gefið ÍR-ingum helling upp á framhaldið í deildinni.

,,Það er engin spurning. Sérstaklega þar sem þeir hafa byrjað brösuglega í deildinni. Maður sá það hversu stórt þetta var fyrir þá að klára þetta,” sagði Ásgeir Jónsson sem var gestur þáttarins.

,,Jökull gerir gríðarlega vel í sigurmarkinu en á sama tíma var þetta ekkert besta uppstillingin á þessum varnarvegg hjá Þór í lokin. Þetta var gríðarlega erfitt fyrir markvörðinn sem átti ekki möguleika í þetta skot.”

,,Það var gríðarlega vel gert hjá Jökli að setja boltann í fjærhornið niðri. Það er ekkert einfalt,” sagði Ásgeir áður en Stymmi klippari svaraði þeirri spurning hvort þessi sigur hafi komið honum á óvart.

,,Þessi úrslit komu mér í raun ekkert á óvart. Þetta var algjör 1x2 leikur. Ég hefði ekki treyst mér að spá fyrir um þennan leik."

,,Þórsarar komust fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik og aftur þremur mörkum yfir í seinni hálfleik. En ÍR-ingarnir náðu að vinna sig inn í þetta.”

,,ÍR á HK í næstu umferð sem er algjör botbaráttuslagur. Þetta gefur þeim helling að finna smá snefil af sigri," sagði Stymmi klippari að lokum en ÍR er með eitt stig í Olís-deildinni á meðan HK er með tvö stig.

HK og ÍR mætast í Kórnum á föstudaginn í 6.umferð Olís-deildarinnar og er leikurinn sýndur í Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top