Handkastið og Hreimur hita upp fyrir Fram – Porto
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Breki Hrafn Árnason (Kristinn Steinn Traustason)

Fram hefur hafið miðasölu á fyrsta leik sinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14.október þegar Íslands- og bikarmeistarar Fram fá portúgalska liðið, Porto í heimsókn.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 en Framarar bjóða upp á veglega dagskrá fyrir leik þar sem meðal annars Handkastið kemur til sögu.

Í liði Porto leikur landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson en Porto er að koma til Íslands annað árið í röð. Í fyrra gerði Valur jafntefli gegn Porto í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

FanZone opnar klukkan 17:30 í veislusalnum þar sem matur og drykkir verða til sölu Þá mun Handkastið stýra pallborðsumræðu ásamt því að taka Einar Jónsson þjálfara Fram í spjall fyrir leik.

Hreimur Örn Heimisson tekur lagið og vörukynning frá Dóttir skin.

,,Við treystum á alla Frammara og handboltaunnendur nær og fjær til að mæta – þetta er ekki bara stórleikur heldur einnig mikilvæg fjáröflun fyrir félagið," segir í tilkynningunni frá Fram.

Miðasala á Stubbur – tryggðu þér miða í tíma!

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top