Segir leikhlé Halldórs Jóhanns fáránlegt og vanvirðing
Sævar Jónasson)

Halldór Jóhann Sigfússon (Sævar Jónasson)

Atli Kristinsson aðstoðarþjálfari Selfoss tók út leikbann í leik liðsins gegn Stjörnunni í 6.umferð Olís-deildar karla í gær eftir hegðun sína eftir tap gegn HK í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins á mánudagskvöldið.

Þar var Atli Kristinsson virkilega ósáttur með leikhlé sem Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK tók þegar 30 sekúndur voru eftir í stöðunni 26-23 fyrir HK. Atli lét Halldór Jóhann heyra það eftir leik og uppskar leikbann að dómara leiksins skiluðu frá sér agaskýrslu eftir leik.

Handkastið fjallaði um málið í gær.

Rætt var um ákvörðun Halldórs Jóhanns að taka þetta leikhlé í nýjasta þætti Handkastsins og þar voru þeir Einar Ingi Hrafnsson og Stymmi klippari heldur betur ekki sammála.

,,Ég skil alveg pirringinn út frá leikhlé-inu. Leikurinn er búinn þegar þú ert þremur mörkum yfir og 30 sekúndur eftir. Ég held að þetta hafi ekkert verið taktískt leikhlé meira bara að Halldór Jóhann hafi viljað ræða við sína menn og stilla þá af fyrir lokaflautið. Að menn hagi sér og vera auðmjúkir gagnvart öllu sem hafði gengið á hjá HK fyrir þennan leik. Ef að hann vill taka leikhlé þegar það eru 30 sekúndur eftir þá gerir hann það,” sagði Einar Ingi Hrafnsson gestur í nýjasta þætti Handkastsins. 

,,Mér finnst þetta fáránlegt og vanvirðing. Við höfum rætt þetta við stórvin okkar, Kidda Björgúlfs. sem gerði svipað með Þór á móti Fjölni, þegar fimm sekúndur voru eftir. Þrjú mörk á 30 sekúndum eða tvö mörk á fimm sekúndum. Viggó Sigurðsson gerði þetta með Haukum gegn FH á sínum tíma. Mér finnst þetta bara vera vanvirðing,” sagði Stymmi klippari og bætti við:

,,Ég er ekki viss um að ég hafi séð þriggja marka forskot fara á 30 sekúndum,” sagði Stymmi.

Einar Ingi benti þó á að: ,,30 sekúndur eru 30 sekúndur og Halldór Jóhann hefur rétt á því að taka þetta leikhlé.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top