Norðurlöndin: Kolstad aftur á toppinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Benedikt Gunnar Óskarsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Það voru nokkrir leikir á dagskrá í Noregi og Svíþjóð í dag en fjögur Íslendingalið áttu leik og meðal annars fór fram Íslendingaslagur í Noregi.

Íslendingaslagurinn var á milli Drammen og Arendal en Dagur Gautason og liðsfélagar hans í Arendal komu í heimsókn til Drammen og þurftu því miður að fara tómhentir heim því heimamenn unnu 29-27. Dagur skoraði tvö mörk úr þremur skotum og fékk að auki eina brottvísun. Ísak Steinsson átti fínan leik í marki Drammen en hann varði átta skot af þeim tuttugu og níu sem hann fékk á sig og eitt víti af tveimur og endaði með 29% markvörslu í leiknum og gaf einnig eina stoðsendingu.

Kolstad komst aftur á topp deildarinnar en þeir eru ennþá með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Þeir sigruðu Sandefjord nokkuð örugglega á heimavelli, 37-28. Sigurjón Guðmundsson fékk smá tíma í marki liðsins og varði þrjú skot af þeim tíu sem hann fékk á sig eða 30% markvarsla. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði ekki mark í leiknum úr þremur skotum en hann gaf fjórar stoðsendingar fyrir liðið á meðan Sigvaldi Björn Guðjónsson lét lítið fyrir sér fara og skoraði eitt mark úr einu skoti.

Í Svíþjóð gerðu Amo jafntefli á heimavelli gegn meisturunum í Ystad, 32-32. Arnar Birkir Hálfdánsson var sem fyrr í liði Amo en hann átti erfitt uppdráttar í dag en hann skoraði ekki mark úr fjórum skotum, gaf tvær stoðsendingar og fékk tvívegis brottvísun.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top