Danirnir unnu Golden League sannfærandi
BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Danmörk stóðu uppi sem sigurvegarar í fjögurra liða æfingamóti sem fram fór í Þrándheimi um helgina, svokölluðu Golden League móti.

Mótið hófst á fimmtudag og var leikið, fimmtudagskvöld, laugardag og sunnudag. Danmörk stóð uppi sem sigurvegarar með fullt hús stiga en Hollendingar enduðu í 2.sæti með fjögur stig.

Norðmenn enduðu með tvö stig og Færeyingar ráku lestina án stiga.

Danmörk hóf mótið á því að vinna Noreg með fimm mörkum 38-33. Næst unnu þeir sextán marka sigur á Holendingum 40-24 og unnu svo að lokum fimmtán marka sigur á Færeyjum 39-24.

Noregur og Holland mættust í gær í lokaleik sínum á mótinu en þar höfðu Hollendingar betur 37-33 en sérfræðinga í Noregi kepptust um að gagnrýna leik norska liðsins á mótinu og þá sérstaklega varnarleikinn en liðið fékk 37 mörk á sig gegn Hollandi og 38 mörk á sig gegn Danmörku.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top