Guðjón Valur að fá til sín sænskan landsliðsmann
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Tobias Thulin (Odd ANDERSEN / AFP)

Sænski landsliðsmarkvörðurinn, Tobias Thulin sem leikur með ungverska stórliðinu, Pick Szeged er sterklega orðaður við Íslendingalið Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni.

Thulin sem er á sínu öðru ári með Pick Szeged er sagður eiga að fylla það skarð sem Dominik Kuzmanovic skilur eftir sig en hann var á dögunum orðaður við Magdeburg. 

Tobias Thulin sem er þrítugur gekk í raðir Pick Szeged frá GOG sumarið 2024 lék þrjú ár í Þýskalandi frá 2019-2022 með Magdeburg og TVB Stuttgart.

Hjá Gummersbach myndi Thulin mynda markvarðarpar með Dananum, Bertram Obling sem er á sínu öðru tímabili hjá Gummersbach.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 66
Scroll to Top