Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 9.umferð fari í Olís deild karla. ÍR – ÍBV (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: ÍR Landsleikjahléið lék Eyjamenn grátt. Bæði Elís Þór og Jakob Ingi meiddust illa og verða ekki með liðinu á næstunni. Petar var einnig að glíma við meiðsli svo útlitið er ekki of gott fyrir Eyjamenn. Ég ætla að spá óvæntum úrslitum í þessum leik og segja að ÍR vinni fyrsta leik sinn á tímabilinu. Þetta verður markaleikur og Coolbet býður overs á línuna 63,5 mörk sem ég tek. Selfoss - HK (Fimmtudagur 19:15) / Sigurvegari: HK Liðin mættust í bikarkeppninni um daginn þar sem HK fór með sigur af hólmi. HK vonast eftir að Brynjar Vignir mæti í markið aftur svo yrði gífurlega mikilvægt fyrir HK. Þetta verður torsóttur sigur hjá HK en þeir munu samt hafa þetta. Coolbet býður 1,90 í stuðul á HK sigur sem er vel boðið Afturelding – FH (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: FH FH hefur verið með gott tak á Aftureldingu undanfarin ár og ég held það breytist ekki annað kvöld. FH mun fara upp í Mosfellsbæ og vinna topplið deildinnar, sumir segja kannski óvænt en það er ekkert í þessari deild sem kemur mér á óvart lengur. Fram – Valur (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Valur Reykjarvíkurslagur af bestu gerð. Valsmenn náðu sér í mikla styrkingu þegar Arnór Snær Óskarsson kom aftur til liðsins frá Kolstad og hann verður klár í bátana. Viktor Sigurðsson má ekki spila með Fram í þessum leik og munu þeir sakna hans. Valsmenn klára þennan leik. Haukar – Þór (Föstudagur 18:00) / Sigurvegari: Haukar Þórsarar náðu stigi síðast þegar þeir voru í Hafnarfirði. Haukar spiluðu lélegan leik gegn FH fyrir landsleikjahlé og þrá að hefna fyrir það. Haukar verða of stór biti fyrir Þór sem mun eiga erfiðan dag næstkomandi föstudag. KA– Stjarnan (Föstudagur 19.00) / Sigurvegari: KA KA verið á mikilli siglingu undanfarið þrátt fyrir tap í Eyjum í síðustu umferð. Stjarnan er meira spurningarmerki og erfitt að lesa í hvernig frammistöðu við fáum frá þeim. Það hefur verið gífurlega mikil stemmning í KA heimilinu í vetur og ég held það ríði baggamuninn í þessum leik og KA fari með sigur af hólmi. 8.umferð (5 réttir)
7.umferð (3 réttir)
6.umferð (2 réttir)
5.umferð (3.réttir)
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.