Sergey Hernandez (JESSICA GOW / TT News Agency via AFP)
Spánski markvörðurinn, Sergey Hernandez var í gær kynntur sem nýr markvörður Barcelona frá og með næsta sumri. Sergey Hernandez gerir samning við Barcelona til ársins 2029. Þar með er ljóst hver verður samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar í marki spænska stórliðsins á næstu tímabilum en Viktor Gísli gekk í raðir Barcelona í sumar frá pólska félaginu Wisla Plock. Ljóst var að besti markvörður heims, Daninn Emil Nielsen væri að ganga í raðir Veszprém næsta sumar. Spánverjinn er á sínu öðru tímabili með Magdeburg en hann gekk til liðs við félagið sumarið 2023 eftir þriggja ára dvöl hjá Benfica í Portúgal. Áður lék hann með Ciudad de Logrono á Spáni. Hann á að baki 60 landsleiki fyrir spænska landsliðsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.