Viggó Kristjánsson (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Fyrri leikur dagsins fór fram í Minden þegar að Arnar Freyr og félagar komu í heimsókn. Leikurinn var járn í járn í fyrri hálfleik og þróaðist með sama hætti og í þeim fyrri hálfleik. Melsungen reyndust betri í lok leiksins og unnu þriggja marka sigur 27-30. Arnar Freyr skoraði 1 mark úr 1 skoti. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Mohamed Darmoul í liði Melsungen með 5 mörk og 2 stoðsendingar. Seinni leikur dagur fór fram þegar að Viggó Kristjáns og Andri Rúnars í Erlangan tóku á móti Eisenach. Erlangan hafði mikla yfirburði í fyrri halfleik og leiddu 15-7 í hálfleik. Í seinni hálfleik komu Eisenach til baka sem dugði ekki þar sem þeir töpuðu með einu marki 24-23. Viggó Kristjánsson skoraði 12 mörk og gaf 2 stoðsendingar, Andri Rúnars skoraði 2 mörk. Úrslit dagsins: Minden-Melsungen 27-30 Erlangan-Eisenach 24-23
Tveir leikur áttu sér stað í dag í þýsku úrvalsdeildinni, þar sem þrír íslendingar voru í eldlínunni

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.