Stymmi spáir í spilin: 10. umferð Olís deild karla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 10.umferð fari í Olís deild karla.

FH – KA (Miðvikudagur 19:00) / Sigurvegari: FH

KA hafa verið spútnik lið ársins meðan það er vonlaust að spá því hvaða FH lið mætir til leiks, geta unnið alla og tapað gegn öllum. Maginn á mér segir að þetta verði dagurinn sem allt smellur saman hjá FH, þeir fá markvörslu allan leikinn og klára KA í hörku leik.

Selfoss - Haukar (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: Haukar

Haukar og nýliðar er blanda sem hefur reynst veðmálafólki erfið undanfarin ár. Ég held það verði engin breyting á því hérna. Gunni Magg talaði um eftir síðasta leik að það væri ekki gott hversu lágt niður Haukar ættu til að detta. Ég held Haukar klári þetta en sigurinn verður ekki sannfærandi.

Stjarnan – ÍR (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Stjarnan

Risaleikur fyrir bæði lið. Stjarnan verði á lélegu run-i en eru að endurheimta menn úr meiðslum. ÍR er ennþá í leit af fyrsta sigrinum sínum í deildinni og hann gæti alveg komið í Garðabænum á fimmtudaginn. Hrannar og strákarnir hans hafa þó alltaf náð sigri þegar þeir eru komnir með bakið upp við vegg og ég held þeir haldi því trendi áfram á fimmtudaginn.

HK – Valur (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Valur

Valur eru orðnir mjög massívir eftir að hafa náð í Arnór Snæ í hægri skyttuna. HK eru eflaust ánægður með stigasöfnunina á síðari hluta tímabilsins en ég held að Valsmenn verði alltof sterkir fyrir þá og Valur vinni þennan leik með 5+ mörkum.

ÍBV– Fram (Föstudagur 18:30) / Sigurvegari: Fram

Mikil meiðsli í herbúðum Eyjamanna. Náðu jafntefli gegn ÍR í síðustu umferð og eru að fá Fram á góðum tíma en þeir eru á fullu í Evrópukeppninni. Ég held þó að Fram fór til Eyja og vinni nokkuð óvænt þar á föstudaginn.

Þór – Afturelding (Föstudagur 19.00) / Sigurvegari: Afturelding

Toppliðið að mæta liðinu í 10.sæti deildinnar. Þórsarar saknar Hafþórs mikið í hægri skyttunni og ég held ég þurfi ekkert að eyða fleiri orðum í þennan leik, Afturelding vinnur þægilegan sigur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top