Benedikt Marínó Herdísarson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Benedikt Marinó Herdísarson var markahæstur í liði Stjörnunnar í kvöld með 8 mörk í 27-27 jafntefli gegn ÍR. Benedikt viðurkenndi í viðtali við Sjónvarp Símans að hann hafi verið svolítið stressaður þegar hann fór á punktinn þegar leiktíminn var runninn út og öll presan var á honum að jafna leikinn úr vítakastinu. Ólafur Rafn Gíslason hafði varið víti frá Benedikt stutt áður en það kom aldrei til greina að setja annan á punktinn. ,,Ég vissi að Hrannar treysti mér fyrir þessu og það var gott“ Benedikt viðurkenndi að hann væri svekktur með niðurstöðuna úr þessum leik og hefði viljað fá meira út úr honum. ,,Ég veit að allt liðið er svekkt með þessa niðurstöðu, við ætluðum að snúa þessu gengi við og vinna þennan leik.“ Varnarleikur Stjörnunnar var góður í dag og héldu þeir ÍR-ingum í 27 mörkum. ,,Það var lögð mikil áhersla á það fyrir leikinn að spila góða vörn og það tókst en því miður klúðruðum við of mikið af dauðafærum á móti.“

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.