Öruggur sigur Fram í Vestmannaeyjum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sigtryggur Daði Rúnarsson (Eyjólfur Garðarsson)

ÍBV tók á móti Fram í 10.umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í dag.

Fram voru mættir til Vestmannaeyja eftir leik í Austurríki á þriðjudaginn í Evrópudeildinni en það virtist vera lítil ferðaþreyta í þeim.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leik en um miðbik fyrri hálfleik gáfu Frammarar í og leiddu 12-17 í hálfleik. Dagur Fannar Möller leikmaður Fram fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

Rúnar Kárason leið greinilega vel á sínum gamla heimavelli og skoraði 8 mörk fyrir Fram í kvöld.

Fram mættu grimmir inn í síðari hálfleikinn og leiddu mest með 8 marka mun, 15-23 eftir um 40 mínútna leik og var sigurinn nánast unninn þá.

Lokatölur í leiknum urðu 28-34 fyrir Fram og var sigurinn aldrei í hættu. Sigtryggur Daði Rúnarsson var atkvæðamestur í liði ÍBV í kvöld og skoraði 9 mörk en Rúnar Kárason var eins og fyrr segir markahæstur hjá Fram.

Fram sitja eftir leikinn í 7.sæti deildinnar með 10 stig en ÍBV eru fyrir ofan þá í 6.sæti með 11 stig.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top