Góð endurkoma hjá Gróttu sem rétt marði Fram 2 í Lambhagahöllinni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Grótta (Eyjólfur Garðarsson)

Fram 2 fékk Gróttu í heimsókn í dag í Úlfarsárdalinn í Grill 66 deild karla.

Allan fyrri hálfleikinn voru drengirnir í Fram 2 bara betri og sterkari aðilinn í leiknum. Sem kom mörgum án efa á óvart. Eftir korters leik var staðan t.d 11-7 og mest fór munurinn í 7 mörk. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 18-11. Svo sannarlega óvæntar hálfleikstölur.

Fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins náðu Framarar að halda í þetta góða forskot en þegar 10 mínútur lifðu leiks fóru Grótta að saxa verulega á forskotið. Og var lokakafli leiksins verulega spennandi. Var þetta mikið þolinmæðisverk hjá Gróttu mönnum og náðu þeir að merja nauman sigur 33-34. Var það línumaðurinn Hannes Grimm sem tryggði þeim sigurinn. Lukkudísirnar greinilega með Gróttu í liði í dag.

Gríðarlega mikilvæg 2 stig hjá Gróttu í baráttunni við Víking um 1. sætið.

Max Emil Stenlund skoraði 10 mörk hjá Fram 2 og Garpur Druzin Gylfason varði 14 skot.

Hjá Gróttu var það Antoine Óskar Pantano sem skoraði 9 mörk og þeir Hannes Pétur Hauksson og Þórður Magnús vörðu samtals 13 skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top