Andri Snær Andersen - Haukur Leó Magnússon - HBH (Eyjólfur Garðarsson)
Í dag mættust Harðverjar og HBH frá Vestmannaeyjum á Torfnesi á Ísafirði í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Heimamenn höfðu gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og var þetta leikur kattarins að músinni. Gríðarlega mikið var skorað og var staðan 24-12 þegar gengið var til búningsherbergja. Harðarmenn léku einfaldlega á alls oddi og sýndu sínar bestu hliðar.
Í seinni hálfleik slökuðu þeir lítið á og héldu sér vel við efnið. HBH náði mest að minnka niður í 8 mörk en nær komust Eyjapeyjarnir ekki. Ungum strákum eins og Pétri Þór Jónssyni og Axel Vilja Bragasyni var hleypt inn á hjá Herði og skoruðu þeir báðir 2 mörk á stuttum tíma. Lokatölur urðu 10 marka sigur 37-27.
Hjá Herði var Endnjis Kusners í aðalhlutverki og setti hann 9 mörk. Stefán Freyr og Arturs Kugis vörðu samtals 14 skot.
Hjá HBH var Ívar Bessi Viðarsson markahæstur með 10 mörk. Markvarslan skilaði þeim 7 boltum vörðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.