Adam Ingi með 12 mörk í sigri Hvíta Riddarans í Krikanum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Daníel Berg Grétarsson - Hvíti riddarinn (Eyjólfur Garðarsson)

Í dag mættust ÍH og Hvíti Riddarinn í Krikanum í Grill 66 deild karla.

Fyrri hálfleikur var mjög jafn og lítið sem bar á milli liðanna. Hörkuleikur og góð gæði. Liðin sveifluðust á milli að hafa forskot. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-17 fyrir Hvíta Riddarann.

Í seinni hálfleik náðu liðsmenn Hvíta Riddarans fljótt góðu forskoti og voru komnir 5 mörkum yfir eftir 10 mínútna leik í seinni. Þeir slökuðu ekkert á og sigldu leiknum heim nokkuð sannfærandi og örugglega. Lokatölur urðu 24-30 fyrir Hvíta Riddarann.

Hjá ÍH var Bjarki Jóhannsson markahæstur með 5 mörk. Kristján Rafn Oddsson varði 14 skot.

Hjá Hvíta Riddaranum var Adam Ingi algjörlega frábær og setti hann 12 mörk. Sigurjón Bragi Atlason varði 14 skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top