Daníel Berg Grétarsson - Hvíti riddarinn (Eyjólfur Garðarsson)
Í dag mættust ÍH og Hvíti Riddarinn í Krikanum í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og lítið sem bar á milli liðanna. Hörkuleikur og góð gæði. Liðin sveifluðust á milli að hafa forskot. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-17 fyrir Hvíta Riddarann.
Í seinni hálfleik náðu liðsmenn Hvíta Riddarans fljótt góðu forskoti og voru komnir 5 mörkum yfir eftir 10 mínútna leik í seinni. Þeir slökuðu ekkert á og sigldu leiknum heim nokkuð sannfærandi og örugglega. Lokatölur urðu 24-30 fyrir Hvíta Riddarann.
Hjá ÍH var Bjarki Jóhannsson markahæstur með 5 mörk. Kristján Rafn Oddsson varði 14 skot.
Hjá Hvíta Riddaranum var Adam Ingi algjörlega frábær og setti hann 12 mörk. Sigurjón Bragi Atlason varði 14 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.