Hörkuleik á Selfossi lauk með eins marks sigri Vals 2
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hákon Garri Gestsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Í dag mættust Selfoss 2 og Valur 2 á Selfossi í Grill 66 deild karla.

Úr varð algjör hörkuleikur. Fyrri hálfleikurinn var mjög sveiflukenndur. Valsmenn náðu 3 marka forskoti um miðbik hálfleiksins en Selfyssingar sneru því við og fóru inn til búningsherbergja í hálfleik með 3 marka forskot 22-19.

Þegar örfáar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik sneru Valsmenn við blaðinu og voru komnir 24-27 yfir þegar 10 mínútur voru búnar. Lokamínúturnar voru mjög jafnar og spennandi og þónokkrar sveiflur áfram sem fyrr. Úr varð að Valsmenn báru sigur úr býtum að lokum 34-35.

Hjá Val 2 var Dagur Leó Fannarsson markahæstur með 12 mörk. Jens Sigurðarson varði 13 skot í rammanum.

Hjá Selfoss 2 var Anton Breki Hjaltason markahæstur með 7 mörk og markmennirnir Ísak Kristinn og Einar Gunnar klukkuðu samtals 10 skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top