Norðurlöndin: Sävehof úr leik í Evrópu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Tryggvi Þórisson (Kristeinn Steinn Traustason)

Sex Íslendingalið áttu leik í dag í norsku, dönsku, sænsku kvenna- og karladeildinni og síðan var einnig leikur hjá Íslendingaliði í forkeppni Evrópudeildar kvenna.

En þar byrjum við þessa yfirferð okkar. Kvennaliðið Sävehof skellti sér yfir Öresundsbrúnna og mætti liði Viborg frá Danmörku í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með jafntefli en í dag reyndust Viborg of sterkar fyrir gestina. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk úr fimm skotum en Viborg vann að lokum stóran sigur, 39-30. Evrópukeppninni í ár er því lokið fyrir Sävehof.

Í sænsku kvennadeildinni mættu Kristianstad HK, liði Höörs HK á útivelli í dag en gestirnir áttu erfitt uppdráttar og töpuðu með sjö mörkum, 36-29. Berta Rut Harðardóttir skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir Kristianstad.

Í karladeildinni voru tvö Íslendingalið með leik í dag. Kristanstad unnu góðan útisigur á GUIF, 22-28 þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og fékk eina brottvísun að auki.

Hinn leikurinn var hjá Sävehof sem fengu meistarana í Ystad í heimsókn. Úr varð mikill markaleikur en gestirnir unnu að lokum öflugan sigur, 33-37. Birgir Steinn Jónsson skoraði tvö mörk úr fimm skotum og gaf tvær stoðsendingar fyrir heimamenn.

Elverum styrkti stöðu sína á toppi norsku deildarinnar þegar þeir unnu góðan útisigur á Sandnes, 22-34. Tryggvi Þórisson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir gestina sem eru núna þremur stigum á undan Kolstad sem eiga þó tvo leiki til góða.

Að lokum höldum við til Danmerkur en þar unnu Ribe-Esbjerg flottan sigur á Fredericia, 32-34 en Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark úr einu skoti, gaf tvær stoðsendingar og var vikið af velli einu sinni. Ágúst Elí Björgvinsson var ekki í leikmannahópi liðsins en eins og kom fram fyrr í dag hefur hann rift samningi sínum við félagið.

Úrslit dagsins:

Viborg 39-30 Sävehof

Höörs HK 36-29 Kristianstad HK

GUIF 22-28 IFK Kristianstad

Sävehof 33-37 Ystad

Sandnes 22-34 Elverum

Fredericia 32-34 Ribe-Esbjerg

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top