Hafþór Vignisson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Hafþór Vignisson sneri til baka í lið Þórs eftir meiðsli síðustu vikur og skoraði eitt mark í jafntefli liðsins gegn Aftureldingu í 10.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi. Lokatölur 23-23 en Hafþór var svekktur með úrslitin og sagði að þetta væri klárlega tapað stig heldur en unnið stig fyrir Þórsara. Þór er í 10.sæti deildarinnar eftir tíu umferðir með sjö stig en liðið er einungis einu stigi frá sæti í úrslitakeppninni. Hafþór Vignisson var í viðtali við Handkastið eftir leik og hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Þar ræðir hann meðal annars leikinn sem framundan er gegn KA í næstu umferð.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.