Bruno Bernat ((Egill Bjarni Friðjónsson)
KA tapaði illa fyrir FH á miðvikudaginn síðasta 45-32 eftir að hafa spilað virkilega vel í allan vetur. Strákarnir í Handkastinu ræddu KA liðið í síðasta þætti og hvort þeir væru einum markmanni frá því að geta barist um einhverja titla í vetur. Arnar Daði Arnarsson heimsótti KA í síðustu umferð og hitti þar góða KA eftir leikinn sem kölluðu eiginlega eftir því að KA myndi sækja sér markmann. ,,Guðmundur Helgi Imsland var þriðji markmaður hjá Fjölni í fyrra og Bruno sem hefur verið nokkuð stabíll og spilað vel." Styrmir Sigurðsson sérlegur markmannsráðgjafi Handkastins tók þá til máls og sagði að honum fyndist Bruno ekki vera alveg nógu góður til að leiða lið sem ætlaði sér að vera í toppbaráttu í deildinni. ,,Hann væri flottur markmaður tvö til að koma inná og leysa af, mér finnst hann ekki alveg nógu sterkur til að bera liðið og mér finnst þeir vera einum markmanni frá því að vera með topplið." Arnar Daði velti þeim möguleika upp við Aðalstein Eyjólfsson, þjálfara Víkings, hvort KA ættu að skella sér á markaðinn í janúar og sækja sér erlenda markmann til að styrkja hópinn. ,,Ef Akureyringar hafa fjármagn til að sækja sér markmann á kostnað þess að Guðmundur Imsland og Úlfar haldi áfram að þróa sinn leik er það spurning sem KA þarf að svara varðandi þá hugmyndafræði sem þeir ætla að standa fyrir. Ætla þeir sér að verða Íslandsmeistarar alveg sama hvað eða er þetta vettvangur og tækifæri fyrir ungan leikmenn til að þróa sinn leik." sagði Aðalsteinn.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.