Ísland fimmtu líklegastir til að lyfta þeim stóra
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland ((Kristinn Steinn Traustason)

Eins og alþjóð veit þá fer Evrópumeistaramótið í handbolta fram í janúar en mótið verður haldið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Íslenska þjóðin hefur líkt og undanfarin ár miklar væntingar til Strákanna Okkar enda er valinn maður í hverju rúmi í íslenska hópnum. Ísland er í riðli með Póllandi, Ítalíu og Ungverjum en riðilinn verður leikinn í Kristianstad í Svíþjóð.

Ísland er talið fimmta líklegasta þjóðin til að sigra mótið af veðbönkum úti í heimi á stuðlinum 18.

Eins og svo oft áður eru það Danir sem eru sigurstranglegastir en stuðullinn á að þeir vinni mótið er einungis 1,40.

Frakkar verma annað sætið og Svíar koma svo í þriðja. Norðmenn eru í 4 sæti á undan okkur Íslendingum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top