Tveir leikmenn ÍBV sneru til baka eftir meiðsli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Petar Jokanovic Pavel (Eyjólfur Garðarsson)

Eyjamenn endurheimtu þá Daníel Þór Ingason og Petar Jokanovic í lið sitt í tapinu gegn Fram á heimavelli í 10.umferð Olís-deildarinnar á föstudagskvöldið. Báðir höfðu þeir verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var óvissa með hversu lengi þeir yrðu frá.

Petar Jokanovic tognaði á læri í fyrri hálfleik í viðureign ÍBV og Aftureldingar um miðjan október þegar hann reyndi að verja vítakast frá Mosfellingum með þeim afleiðingum að hann tognaði aftan á læri.

Daníel Þór Ingason meiddist hinsvegar á öxl við tökur á markaðsefni fyrir HSÍ í Vestmannaeyjum stuttu áður. Vakti það mál mikla athygli og sendi HSÍ tilkynningu í kjölfarið þar sem þeir hörmuðu atvikið.

Nú er hinsvegar bjartari tímar framundan hjá þeim báðum þrátt fyrir tap liðsins gegn Fram á heimavelli með sex mörkum 28-34.  ÍBV er í 6.sæti deildarinnar með 11 stig eftir tíu umferðir en liðið mætir Valur næstkomandi laugardag í lokaleik 11.umferðar en þá verður deildin hálfnuð.

Daníel Þór skoraði tvö mörk af 28 mörkum ÍBV í leiknum gegn Fram.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top