Einn leikmaður fékk bann – Aðrir sluppu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thea Imani Sturludóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Thea Imani Sturludóttir fær lengra frí eftir heimsmeistaramótið en aðrir liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu því hún verður í leikbanni þegar Valur mætir botnliði Stjörnunnar í 10.umferð Olís-deildar kvenna í desember.

Thea Imani fékk rautt spjald undir lokleiks Vals og ÍR í síðustu viku er hún fékk boltann í sig er markvörður ÍR, Sif Hallgrímsdóttir kastaði boltanum í átt að miðjunni eftir mark Theu Imani. Atvikið átti sér stað á síðustu mínútu leiksins sem þýddi að Thea Imani fékk að líta rauða spjaldið fyrir að trufla töku á miðjunni hjá ÍR.

Aganefnd HSÍ tók fyrir önnur þrjú mál þar sem allir leikmennirnir sluppu við rautt spjald. Róbert Snær Örvarsson slapp við bann eftir rautt spjald undir lok leiks Stjörnunnar og ÍR í síðustu viku og þá slapp

Dagur Fannar Möller leikmaður Fram einnig með bann eftir rautt spjald gegn ÍBV um helgina. Þeir geta því báðir leikið í 11.umferð Olís-deildarinnar í vikunni.

Þá fékk Tómas Bragi Starrason línumaður Gróttu rautt spjald í leik Gróttu og Fram 2 um helgina, vegna grófrar ódrenilegrar hegðunar. Hann slapp við bann.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top