Fyrrum leikmenn KA og Þórs spá í Akureyrarslaginn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

97b2fb10-a595-42d7-b80c-f076a1985ad7 (Skapti Hallgrímsson

Fimmtudagskvöldið 20. nóvember kl. 19:30 fer fram stórleikur KA og Þórs í KA heimilinu í 11.umferð Olís-deildar karla. Gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir leik liðanna á Akureyri eins og gefur að skilja. Ljóst er að það komast færri að en vilja. Þónokkur ár eru síðan liðin mættust síðast. Einnig verður leikurinn sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Af því tilefni ákvað Handkastið að heyra í nokkrum aðilum sem eiga það sammerkt að hafa spilað fyrir bæði félög og fá þá til að spá létt í spilin fyrir leikinn.

Allir þessir aðilar spiluðu fyrir bæði þessi lið fyrir nokkrum áratugum. Sá sem þetta ritar vill líka þakka öllum þessum mönnum kærlega fyrir að svara fljótt og vel á Messenger og vera til í að spá í spilin.

Heiðmar Vilhjálmur Felixson
Það er erfitt að tippa á leikinn af því að ég er bæði gulur og rauður. Ég er samt meiri Þórsari í fótboltanum og meiri KA maður í handboltanum. Ég skýt á að leikurinn fari 26-26 að lokum.

Björn Björnsson
KA vinnur 33-29 í jöfnum leik. Sú saga nær þó sífellt hærra flugi í Þorpinu að Ingólfur Samúelsson sé að hugsa um að rífa skóna af hillunni eftir vonbrigðarframmistöðu KKK. Gangi þessar sögusagnir eftir spái ég Þór sigrinum.

Hermann Karlsson
Ég held að þarna verði stigunum útdeilt jafnt með jafntefli 28-28. Og það verða held ég markverðir liðanna sem munu sýna sparihliðarnar í báðum liðum.

Jóhann Gunnar Jóhannsson
KA vinnur með þremur mörkum 27-24 miðað við spilamennsku þeirra upp á síðkastið. Svo verður bara að segjast að þessir leikir eru ekki alltaf þannig að spilamennskan áður hafi áhrif í þessum nágrannaslögum. Jafntefli kæmi mér ekki á óvart.

Atli Þór Samúelsson
Ég fylgist því miður ekki nægilega vel með boltanum á Íslandi þessi misserin verandi búsettur í Danmörku. En ég er 100% á því að gulir og glaðir í KA vinna 29-23.

Geir Kristinn Aðalsteinsson
Þetta verður naglbítur sem endar 25-25 þar sem Oddur Gretars jafnar úr vítakasti sem KKK fiskar á lokasekúndunum.

Axel Stefánsson
Daniel Birkelund þarf að finna lausnina á að stoppa Bjarna Ófeig í sóknarleik KA. En ég reikna með mjög jöfnum leik sem endar 29-29 og svo verður örugglega einhver dramatík á lokasekúndunum.

Hörður Fannar Sigþórsson
Ég held að mitt uppeldisfélag Þór Akureyri vinni 28-30. Oddur verður í essinu sínu og hendir í 10 kvikindi, þrátt fyrir að Andri vinur minn leggji mikla áherslu á að ekki hleypa honum inn. Oddur elskar þessa leiki.

Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Þetta verður rosalegur leikur og mikil stemning. Gaman að fá Akureyrarslag í efstu deild í handbolta loksins aftur. Mínir menn í Þorpinu þurfa að sýna allar sínar sparihliðar til að standast funheitu KA liðinu snúning þar sem að vinur minn og gleðigjafinn Andri Snær hefur verið að gera flotta hluti. Mig minnir að það hafi verið 2003 þegar ég þjálfaði Þór að við unnum KA í KA heimilinu og það var mikið fjör þar sem Jónatan fékk rautt og mikil stemning. En leikurinn endar 27-27 eftir gríðalega spennu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top