Þórður Tandri - Hafþór Vignisson (Youtube)
Þórður Tandri Ágústsson og Hafþór Vignisson leikmenn Þórs eru spenntir fyrir nágrannaslagnum í Olís-deild karla á fimmtudagskvöldið þegar KA og Þór mætast í 11.umferð deildarinnar í KA-heimilinu. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari og handbolta áhugamaður kíkti á æfingu hjá félögunum í vikunni og hitti meðal annars Þórð Tandra og Hafþór Vignisson leikmenn Þórs en báðir komu þeir heim til Þórs fyrir síðustu leiktíð og léku með liðinu í Grill66-deildinni. Nú er hinsvegar komið að fyrsta nágrannaslag félaganna frá því í maí árið 2021 þegar heimsfaraldur geisaði. Þórsarar hafa selt alla sína 300 miða á leikinn og það má búast við svakalegri stemningu í troðfullu KA-heimili á fimmtudaginn. Viðtalið sem Egill Bjarni tók við Þórð Tandra og Hafþór má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.