Óðinn Þór var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen eins og svo oft áður ((Kristinn Steinn Traustason)
16 leikir fóru fram í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Eins og svo oft áður voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni. Fram (ISL) - HC Kriens (SUI) 31-35 FC Porto (POR) - Elverum (NOR) 29-31 Skanderborg (DEN) - CS Minaur Baia Mare (ROU) 39-26 Benfica (POR) - HF Karlskrona (SWE) 36-33 FTC (HUN) - Melsungen (GER) 25-28 IK Savehof (SWE) - Hannover Burgdorf (GER) 28-30 Kadetten Schaffhausen (SUI) - RK Nexe (CRO) - 31-32 HC Vardar (MKD) - Kristianstad (SWE) 35-39 Önnur úrslit:
Frábær leikur hjá Fram dugði ekki til í þeirra síðasta heimaleik í riðlakeppninni. Viktor Sigurðsson var frábær með 8 mörk.
Tryggvi Þórisson og félagar í Elverum sneru við taflinu eftir að hafa verið 19-16 undir í hálfleik. Þorsteinn Leó skoraði ekki fyrir Porto í kvöld og það gerði Tryggvi ekki heldur.
Kristján Örn Kristjánsson (Donni) og félagar í Skanderborg unnu stórsigur á Baia Mare sem slógu Stjörnuna út í forkeppninni. Donni var ekki í hóp með Skanderborg í kvöld.
Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica unnu nauman sigur í Portúgal í kvöld. Stiven skoraði 1 mark.
Arnar Freyr og Reynir Þór og félagar í Melsungen unnu 3 marka sigur á ungverska liðinu FTC í kvöld. Arnar Freyr skoraði ekki fyrir Melsungen í kvöld og Reynir Þór er enn frá vegna meiðsla.
Birgir Steinn og félagar í Savehof fengu Heiðmar Felixsson og lærisveina hans í Hannover í heimsókn og þurftu að þola tveggja marka tap. Birgir Steinn skoraði ekki í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen töpuðu með einu marki í kvöld. Óðinn Þór var markahæstur á vellinum með 8 mörk.
Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar unnu góðan sigur á stórliði Vardar. Einar Bragi skoraði 4 mörk.
Ademar Leon - RK Partizan 29-22
Montpellier - Ostrow Wielkopolski 37-26
Kiel - BSV Bern 37-27
Flensburg - Flensburg 46-28
Bidasoa Irun - Saint Raphael 33-25
Granollers - Grosist Slovan 27-35
Toulouse - MRK Sesvete 32-37
Fredericia - Tatran Presov 38-30

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.