ÍBV sturtaði leiknum niður á 10 mínútna kafla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sigtryggur Daði Rúnarsson (Eyjólfur Garðarsson)

ÍBV tók á móti Fram í Olís deild karla á föstudaginn þar sem Fram gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 28-34 sigur á ÍBV í Eyjum.

Ásgeir Jónsson var gestur í Handkastinu á mánudaginn og fyrirfram bjóst hann við jöfnum og spennandi leik milli þessara liða. ,,Leikur var svo sem jafn framan af en Eyjamenn sturta þessum leik liður á 5-10 mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks þar sem staðan fer úr 12-12 í 12-17 inní hálfleik.“

Eyjamenn voru með 20 tapaða bolta í leiknum sem kann aldrei góðri lukku að stýra. ,,Dagur Arnarsson kastar boltanum frá sér þrisvar sinnum undir lok fyrri hálfleiks sem er ólíkt honum“ sagði Ásgeir um þennan slæma kafla ÍBV.

Það átti sér stað athyglisvert atvikun undir lok fyrri hálfleiks þegar Sigtryggur Daði er að taka vítakast sem getur minnkað muninn í fjögur mörg fyrir hálfleik en hann dripplar boltanum eftir að dómararnir flautðu vítið á og því var boltinn dæmdur af þeim.

Þrátt fyrir fyrsta tap Eyjamanna á heimavelli í vetur þá eru það jákvæð tíðindi fyrir þá að þeir endurheimtu Petar Jokanovic og Daníel Þór Ingason úr meiðslum fyrir þennan leik.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top