Skoraði fjögur síðustu mörk liðsins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sveinn Brynjar Agnarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Sveinn Brynjar Agnarsson var á eldi á lokamínútum leik Stjörnunnar og ÍR í 10.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku er liðin gerðu jafntefli 27-27.

Eftir að hafa farið lítið fyrir honum nánast allan leikinn þá kveiknaði heldur betur á Sveini Brynjari sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur síðustu mörk ÍR í leiknum sem náðu í mikilvægt stig í Garðabænum í síðustu viku.

ÍR voru í dauðafæri til að vinna leikinn en það voru Stjörnumenn sem jöfnuðu metin með vítakasti frá Benedikti Marínó Herdísarsyni úr lokaskoti leiksins.

ÍR fær FH í heimsókn í Skógarselið í kvöld í fyrsta leik 11.umferðarinnar en leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur í Handboltapassanum.

Handboltahöllin fór yfir mörk Sveins Brynjars á lokakaflanum og hægt er að sjá mörkin hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top