Halldór Kristinn (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)
Vinstri hornamaðurinn og skemmtikrafturinn, Halldór Kristinn Harðarson leikmaður nýliða Þórs er spenntur fyrir nágrannaslagnum sem fram fer í KA-heimilinu annað kvöld þegar KA og Þór mætast í 11.umferð Olís-deildar karla. ,,Stemningin í liðinu er mjög góð og það er gífurlega spenna fyrir leiknum. Það verða allir klárir á fimmtudag og við vonum að það sé eins hinu meginn við ána,” sagði Halldór Kristinn í samtali við Handkastið sem segist ekki hafa hugsað um annað en 19.nóvember síðustu vikur. ,,Maður finnur fyrir mikilli spennu í bænum fyrir leiknum og það eru allir búnir að vera að bíða eftir þessu. Það er orðið uppselt svo ég vona bara að ka troði enn fleirum þarna inn. Það eiga sem flestir að fá að upplifa þessa rimmu.” Þórsarar sem eru í 10.sæti deildarinnar með sjö stig gerðu jafntefli gegn sterku liði Aftureldingar á heimavelli í síðustu umferð. En hvað þarf Þór að gera í leiknum á morgun til að vinna nágrannana í KA sem eru í 4.sæti deildarinnar með 12 stig. ,,Við þurfum að halda okkar consepti sem er búið að vera stígandi í síðustu leiki. Við getum spilað helvíti góða vörn og svo byggjum við ofan á það,” sagði Halldór Kristinn sem segir það enga spurningu að stuðningurinn í stúkunni verði þeim mikilvægur annað kvöld en gera má ráð fyrir 300 Þórsurum í stúkunni. ,,Það er ekki til betri stuðningsmenn með stærra hjarta en Þórsarar.” Lesa einnig: Fyrrum leikmenn KA og Þórs spá í leikinn
Leikurinn verður í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans í opinni dagskrá fyrir allan landsmenn. Þetta verður leikur sem enginn má missa af.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.