Hreiðar Levy Guðmundsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Þór og Afturelding gerðu jafntefli í 10.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku fyrir norðan í gamaldags handboltaleik sem endaði 23-23. Þar reyndist Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Aftureldingar liðinu dýrmætur því hann átti frábæran leik í markinu. ,,Einar Baldvin var frábær í markinu hjá Aftureldingu og sérstaklega á lokakaflanum," sagði Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar. Rætt var um frammistöðu Einars Baldvins í þættinum og þar voru hjónin, Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir sammála um að Einar hafi verið besti leikmaður Aftureldingar í leiknum. ,,Hann vinnur stigið fyrir Aftureldingu. Hann tekur þvílíkt mikilvægar vörslur í lokin og í rauninni bjargar þeim. Einar Baldvin var langbesti leikmaður vallarins að mínu mati í þessum leik," sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir. Bæði lið verða í eldlínunni í kvöld þegar 11.umferðin heldur áfram. Afturelding fær Selfoss í heimsókn í Mosfellsbæinn klukkan 19:00 á meðan KA og Þór mætast í KA-heimilinu klukkan 19:30.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.