AftureldingAfturelding Harri Halldórsson ((Raggi Óla)
Nýliðar Selfoss unnu sinn þriðja leik á tímabilinu er þeir heimsóttu eitt af spútnik liðum deildarinnar, Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í 11.umferð Olís-deildar karla. Ótrúlegur seinni hálfleikur skóp sigur Selfyssinga sem voru 17-14 undir í hálfleik. Hægt er að segja að Mosfellingar hafi verið sjálfum sér verstir á lokakaflanum en Afturelding fékk þrjár sóknir í stöðunni 28-27 til að koma sér tveimur mörkum yfir í leiknum en mistókst það í öll skiptin og það voru gestirnir frá Selfossi sem skoruðu tvö síðustu mörk leiksins. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir í stöðunni 22-25 en mikil spenna var undir lok leiksins. Árni Bragi Eyjólfsson klikkaði meðal annars tveimur vítaskotum á síðustu mínútum leiksins. Hannes Höskuldsson og Anton Breki Hjaltason voru markahæstir í liði Selfoss með sex mörk hvor. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur Mosfellinga með átta mörk. Ihor Kopyshynskyi og Valdimar Örn Ingvarsson fengu báðir að líta rauð spjöld í seinni hálfleik. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.