Stútfullt hús í nágrannaslagnum þegar KA sigraði Þór
{{brizy_dc_image_alt entityId=

97b2fb10-a595-42d7-b80c-f076a1985ad7 (Skapti Hallgrímsson

KA tók á móti Þór í stórleik 11.umferðar Olís deildar karla í KA heimilinu í kvöld.

Mikil tilhlökkun var fyrir leik kvöldsins og var uppselt á leikinn og hver einasti fermetri í húsinu nýttur fyrir áhorfendur.

Líkt og búist var við var spennustigið hátt í upphafi leiks og var markaskorun eftir því en staðan var til að mynda einungis 1-1 eftir um 7 mínútna leik.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sínum mönnum í kvöld og skoraði fyrstu 6 af 7 mörkum KA í kvöld en mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiksins. Jafnræðið hélt allt undir lok fyrri hálfleiks en það voru heimamenn sem leiddu 13-12 þegar flautað var til hálfleiks.

KA komu miklu grimmari til leiks í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með fimm marka forskot eftir um 10 mínútna leik. Bjarni Ófeigur var áfram allt í öllu í sóknarleik KA og Bruno var góður í markinu hjá KA og varði 14 skot.

Þór hótaði að gera þetta að leik nokkrum sinnum í síðari hálfleik en náðu aldrei að minnka muninn í minna en þrjú mörk og var sigur KA manna því nokkuð öruggur sem voru vel studdir af sínu fólki í kvöld.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var frábær í liði KA í kvöld og skoraði 14 mörk fyrir heimamenn en hjá Þór var það Brynjar Hólm Grétarsson sem skoraði 9 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top