Stelpurnar okkar leika í Færeyjum annað kvöld
{{brizy_dc_image_alt entityId=

wÍsland (Sævar Jónasson)

Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn eina og jafnframt sinn síðasta æfingaleik fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku í Færeyjum annað kvöld.

Þar heimsækja íslensku stelpurnar þær færeysku heim en leikurinn fer fram í þjóðarhöllinni í Færeyjum og hefst leikurinn klukkan 19:00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV.

Íslenska liðið flýgur til Færeyja fyrir hádegi og undirbýr sig þar í dag og á morgun fyrir leikinn annað kvöld. Arnar Pétursson staðfesti í samtali við RÚV í gær að Andrea Jacobsen leikmaður liðsins ferðist ekki með liðinu til Færeyja um helgina.

Þá er óvissa hvort Elísa Elíasdóttir leikmaður Vals leiki með liðinu í leiknum annað kvöld en hún er að glíma við smávægileg meiðsli. Arnar Pétursson sagði einnig í viðtali við RÚV að um töluverð veikindi hafi verið að stríða liðinu í vikunni.

Stutt er síðan Ísland og Færeyjar mættust í undankeppni fyrir EM 2026 en þar hafði Færeyjar betur með tveimur mörkum í Úlfarsárdalnum 22-24.

Fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramótinu fer fram á miðvikudaginn næstkomandi klukkan 17:00 í Porsche Arena í Stuttgart en uppselt er á leikinn.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top