Þrír landsliðsmenn sameina krafta sína
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hreiðar Levy Guðmundsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Það er sennilega lítið annað rætt um en handbolta á skrifstofum Betri stofunnar fasteignasölu sem núverið keypti Fasteignamiðlun.

Eftir kaup Betri stofunnar á Fasteignamiðlun starfa nú 14 manns á Betri Stofunni þar af þrír fyrrum A-landsliðsmenn og atvinnumenn í handbolta þeir, Jason Kristinn Ólafsson, Páll Þórólfsson og Hreiðar Levý Guðmundsson sem í dag er markmannsþjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla.

Fyrir kaup Betri stofunnar á Fasteignamiðlun var Fasteignamiðlun ein elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Fasteignamiðlun var stofnuð árið 1979 af Sverri Kristjánssyni og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi.

„Með kaupunum styrkir Betri Stofan enn frekar þjónustuframboð sitt þegar kemur að atvinnueignum, íbúðarhúsnæði og landsbyggðinni,“ segir í tilkynningu frá Betri stofunni.

Eigendur Fasteignamiðlunar voru þeir Sverrir Pálmason, lögmaður og fasteignasali, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Sverrir er barnabarn stofnanda Fasteignamiðlunar og hefur hann meðal annars sérhæft sig í öllu er snýr að atvinnueignum. Sverrir er einnig eiginmaður Elísabetar Gunnarsdóttur fyrrum handboltakonu og þá situr Sverrir í aganefnd HSÍ.

Þeir félagar, Sverrir og Hreiðar Levý hafa þegar hafið störf á Betri Stofunni.

„Kaupin á Fasteignamiðlun skjóta enn styrkari rótum undir öflugan rekstur Betri Stofunnar, við erum að fá til liðs við okkur úrvals fasteignasala með öflugt tengslanet og mikla þekkingu þegar kemur að fasteignasölu, atvinnueignum og þjónustu við landsbyggðina. Okkur hlakkar mikið til að vinna með þeim Sverri, Heiðari Levý og Arndísi Erlu,” segir Jason Kristinn Ólafsson við Viðskiptablaðið en Jason Kristinn er einn af eigendum Betri Stofunnar.

Betri Stofan fasteignasala er til húsa í Borgartúni 30 en Betri Stofan er eitt af þeim fáu fyrirtækjum sem styðja við faglega umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina. Fleiri fyrirtæki mættu taka sér Betri Stofuna og þau fyrirtæki sem styðja við faglega umfjöllun Handkastsins til fyrirmyndar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 35
Scroll to Top