FramFram fans (Kristinn Steinn Traustason)
Aðeins 193 mæta að meðaltali á heimaleiki Íslands- og bikarmeistara Fram í Olís-deild karla og er Fram eina liðið í deildinni sem fær undir tvö hundruð manns að meðaltali á heimaleiki sína. Þetta kemur fram í færslu sem KA sendi frá sér á samfélagsmiðlum fyrir helgi. KA getur nefnilega státað sig af því að vera með bestu mætinguna á heimaleiki allra félaga í Olís-deildinni Í færslunni sem KA sendi á frá sér segir að KA sé að fá 674 manns að meðaltali á heimaleiki sína og það er meira en hundrað fleiri að meðaltali en næsta lið sem er FH sem fær 564 að meðaltali á leik. Nýliðarnir í Selfossi sem sitja í 11.sæti Olís-deildarinnar þegar deildin er hálfnuð eru í 3. sæti yfir bestu mætinguna á heimaleiki en 484 koma að meðaltali á þeirra heimaleiki. Framarar sem urðu bæði Íslands og bikarmeistarar á síðustu leiktíð eru óvænt að fá fæstu áhorfendur á sína heimaleiki. Auk heimaleikja Fram í Olís-deild karla hefur liðið leikið þrjá heimaleiki í Evrópudeildinni í okótber og nóvember og því mikið um að vera í Lambhagahöllinni. Næstu lið fyrir ofan Fram eru HK og Stjarnan en það má sjá allan listann hér fyrir neðan en Handkastið setur stórt spurningarmerki við áhorfendafjöldann hjá Val og vill meina að áhorfendatölur á heimaleiki Vals séu töluvert lærri en sú tala sem gefin er út. Það er hinsvegar algjört matsatriði.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.