Katrín Helga gerir langtíma samning við Gróttu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Katrín Helga Sigurbergsdóttir ((Eyjólfur Garðarsson)

Katrín Helga Sigurbergsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grill66-deildarlið Gróttu sem gildir út tímabilið 2029.

Katrín Helga er 23 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur er hún hokin af reynslu í meistaraflokki. Hún hefur leikið 177 leiki með Gróttu og er önnur af tveimur fyrirliðum kvennaliðs Gróttu. Hún leikið allan sinn feril með Gróttu.

,,Katrín Helga leikur sem skytta og miðjumaður. Hún er útsjónarsöm og öflugur skotmaður. Þess fyrir utan er hún frábær varnarmaður og leikur í hjarta Gróttuvarnarinnar," segir í tilkynningunni frá Gróttu.

„Katrín Helga hefur stimplað sig inn undanfarin misseri sem frábær varnarleikmaður og ein af þeim betri hér á landi. Þess fyrir utan er hún góður skotmaður og stýrir leik Gróttu vel í sókninni. Hún er góður karakter sem smitar út frá sér til yngri leikmanna liðsins. Það gleður mig mikið að hún verði áfram í Gróttuliðinu næstu árin“, sagði Júlíus Þórir Stefánsson þjálfari Gróttuliðsins þegar blekið var þornað á undirskriftinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top