Takenaka með 11 mörk í öruggum sigri Harðverja á Ísafirði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hörður Ísafjörður (Eyjólfur Garðarsson)

Í dag mættust Hörður og Fram 2 á Ísafirði í Grill 66 deild karla.

Fyrstu 20 mínútur leiksins voru tiltölulega jafnar. Lítið var á milli liðanna. Munurinn hélst að mestu í 1-2 mörkum en alltaf voru Harðverjar skrefi framar. Síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik var svo algjörlega eign Harðarmanna. Áttu þeir frábæran kafla og fóru með 7 marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. 19-12 var staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleik slökuðu Harðverjar ekkert á og héldu áfram sínum leik eins og þeir sýndu síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks. Hélst munurinn alltaf í 5-7 mörkum lengst af nema fyrir utan síðustu 10 mínúturnar en þá gáfu Harðverjar aðeins í og uppskáru að lokum 9 marka sigur. Lokatölur 37-28 fyrir heimamenn.

Hjá Herði var Shuto Takenaka markahæstur með 11 mörk. Sergio Barros setti svo 8 mörk. Markvarslan hjá Hermanni og Stefáni Frey skilaði þeim 10 boltum.

Hjá Fram 2 var Arnþór Sævarsson markahæstur með 7 mörk. Markvarslan hjá Arnari Darra og Garpi skilaði þeim samtals 12 boltum vörðum.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top