Þorsteinn Gauti sneri aftur eftir nefbrot
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði þrjú mörk í endurkomu sinni á völlinn í sigri Fram gegn Þór í 13.umferð Olís-deildar karla á laugardaginn.

Þorsteinn Gauti nefbrotnaði snemma leiks gegn ÍR í 7.umferðinni um miðjan október en er nú kominn aftur í lið Fram fyrir síðustu leikina fyrir áramót.

Fram vann Þór sannfærandi í 13.umferðinni með fjórtán mörkum 34-20 en liðið hafði mikla yfirburði í leiknum.

Fram eiga þrjá leiki eftir fyrir áramót, liðið fær Selfoss í heimsókn á miðvikudagskvöldið í Úlfarsárdalnum og á mánudaginn í næstu viku fer liðið í heimsókn í Hafnarfjörðinn og mætir þar Haukum.  Lokaleikur liðsins á þessu ári fer síðan fram í KA-heimilinu þegar KA og Fram mætast í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins, föstudagskvöldið 19.desember klukkan 18:00.

Fram situr í 7.sæti Olís-deildarinnar með 12 stig eftir sigurinn gegn Þór, tveimur stigum meira en Stjarnan sem er í 8.sæti með 10 stig. ÍBV er í 6.sætinu með 15 stig.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top