Daníel Karl leikur ekkert meira með Stjörnunni á næstunni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Daníel Karl Gunnarsson (Sævar Jónasson)

Vinstri hornamaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, Daníel Karl Gunnarsson leikur ekkert meira með liðinu fyrir áramót en þetta staðfesti Hrannar Guðmundsson í viðtali við Handkastið eftir tap liðsins gegn ÍBV á föstudaginn í síðustu viku. 

Daníel Karl sneri sig illa á ökkla í leik liðsins gegn Val í þar síðustu viku og sagði Hrannar í viðtali við Handkastið eftir tapið gegn ÍBV að það væri ljóst að Daníel Karl yrði frá keppni næstu vikurnar.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir Stjörnumenn því fyrir er færeyski hornamaður þeirra, Jóhannes Björgvin á meiðslalistanum en hann hefur ekkert leikið með liðinu undanfarnar vikur vegna meiðsla. Þá meiddist Jón Ásgeir Eyjólfsson línumaður liðsins sig á æfingu í lok nóvember og verður ekkert meira með fyrir áramót.

Fyrir voru þeir Tandri Már Konráðsson, Sveinn Andri Sveinsson og Egill Magnússon á meiðslalistanum.

Stjarnan mætir HK í mikilvægum leik í 14.umferð Olís-deildar karla í Kórnum á miðvikudagskvöld og strax á mánudagskvöld í næstu viku leikur liðið síðasta leik sinn fyrir áramót er þeir fara í Kaplakrikann og mæta þær deildarmeisturum FH.

Stjarnan er í 8.sæti deildarinnar með 10 stig en HK er með tveimur stigum minna en Stjarnan og gæti jafnað þá að stigum með sigri á miðvikudagskvöldið. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top