Norðurlöndin: Birgir Steinn frábær í kvöld
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Birgir Steinn Jónsson (BWM)

Tvö Íslendingalið áttu leik í kvöld í Svíþjóð og Danmörku en bæði lið voru að spila á útivelli en Sävehof mætti VästeråsIrsta á meðan í Danmörku mættu Ribe-Esbjerg í heimsókn til Bjerringbro-Silkeborg.

Birgir Steinn Jónsson var maður leiksins hjá gestunum í Sävehof en hann skoraði níu mörk úr tíu skotum en þar af voru sex af sex úr vítum og hann bætti síðan við tveimur stoðsendingum en Sävehof vann góðan sigur, 29-35 og liðið situr í fimmta sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir.

Það gekk ekki jafn vel hjá Ribe-Esbjerg í kvöld en þeir máttu þola vont tap fyrir heimamönnum í Bjerringbro-Silkeborg, lokatölur 36-27. Elvar Ásgeirsson átti þó fínan leik fyrir gestina en hann skoraði fjögur mörk úr sex skotum og bætti við fjórum stoðsendingum en miðað við einkunnagjöf dönsku deildarinnar var hann besti maður gestanna. Ribe-Esbjerg situr í tíunda sæti deildarinnar eftir sextán leiki en þeir eru þó aðeins einu stigi frá topp átta.

Úrslit kvöldsins:

VästeråsIrsta 29-35 Sävehof

Bjerringbro-Silkeborg 36-27 Ribe-Esbjerg

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top