Norðurlöndin: Kolstad á toppinn í Noregi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Benedikt Gunnar Óskarsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Fjögur Íslendingalið voru í eldlínunni í kvöld í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en í Noregi komust Kolstad á toppinn eftir góðan útisigur á Nærbø.

Lokatölurnar í leiknum urðu 26-36 eftir að Kolstad hafði verið yfir í hálfleik, 20-11. Sigurinn aldrei í hættu hjá meisturunum sem eru núna komnir aftur á toppinn en nú hafa öll lið deildarinnar leikið jafn marga leiki og hafa Kolstad nú eins stigs forystu á Elverum. Benedikt Gunnar Óskarsson var flottur í liði gestanna en hann skoraði fjögur mörk úr sex skotum og gaf að auki fimm stoðsendingar. Sigurjón Guðmundsson fékk fínt tækifæri í markinu en átti erfitt uppdráttar og varði aðeins tvö skot af þeim sautján sem hann fékk á sig eða 12% markvarsla. Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki í liði Kolstad að þessu sinni.

Í Svíþjóð gerðu Kristianstad jafntefli á útivelli gegn Önnereds, 31-31 en Einar Bragi Aðalsteinsson var ekki í leikmannahópnum fjórða leikinn í röð sökum meiðsla. Kristianstad sitja í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir efsta sætinu en þar sitja Malmö.

Í Danmörku töpuðu lærisveinar Arnórs Atlasonar, TTH Holstebro öðrum leiknum í röð en að þessu sinni á útivelli gegn Skjern, 27-25. Jóhannes Berg Andrason skoraði eitt mark úr einu skoti fyrir gestina.

Ringsted náði í gott stig á heimavelli gegn HØJ Elite sem hafði verið á góðu skriði undanfarið, lokatölurnar urðu 32-32. Íslendingarnir í liði Ringsted áttu fínan leik en Ísak Gústafsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum á meðan Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum en þar af voru tvö mörk úr vítum og gaf að auki þrjár stoðsendingar.

Holstebro sitja í sjöunda sæti deildarinnar með sautján stig á meðan Ringsted eru í næstneðsta sæti með tíu stig og því stigið mjög mikilvægt fyrir þá en þeir eru aðeins stigi á eftir næstu tveimur liðum.

Úrslit kvöldsins:

Nærbø 26-36 Kolstad

Önnereds 31-31 Kristianstad

Skjern 27-25 TTH Holstebro

Ringsted 32-32 HØJ Elite

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top